Fótbolti

Joachim Löw: Klassaframmistaða hjá liðinu

Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins, var ánægður eftir sannfærandi 4-2 sigur á Grikkjum í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. Þjóðverjar mæta annaðhvort Ítalíu eða Englandi í undanúrslitunum í næstu viku.

Fótbolti

Tíunda skallamark Klose á stórmóti

Miroslav Klose fékk tækifæri í byrjunarliði Þjóðverja á móti Grikkjum í átta liða úrslitum EM í kvöld og skoraði eitt markanna í sannfærandi 4-2 sigri. Klose hefur skoraði 64 mörk fyrir þýska landsliðið og var þarna að skora sitt 17. mark á stórmóti.

Fótbolti

Þjóðverjar skoruðu fjögur mörk í sannfærandi sigri á Grikkjum

Þjóðverjar eru komnir í undanúrslitin á EM í fótbolta eftir sannfærandi 4-2 sigur á Grikkjum í átta liða úrslitum í kvöld. Joachim Löw, þjálfari þýska liðsins, skipti um sóknarlínu hjá þýska liðinu og tveir af nýju framherjunum. Miroslav Klose og Marco Reus, skoruðu í leiknum. Hin mörkin gerðu fyrirliðinn Philipp Lahm og miðjumaðurinn Sami Khedira.

Fótbolti

Baros leggur landsliðsskóna á hilluna

Tékkneski framherjinn, Milan Baros, tilkynnti eftir tap Tékka gegn Portúgal á EM í gær að hann væri búinn að leggja landsliðsskóna á hilluna. Baros, sem eitt sinn lék með Liverpool, er þó aðeins þrítugur að aldri en búinn að spila marga landsleiki.

Fótbolti

Hodgson ætlar ekki að biðja Capello um aðstoð

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, segir ekkert óeðlilegt við það að fólk beri hann og Fabio Capello, fyrrum landsliðsþjálfara, saman. Hodgson segir ekki koma til greina að biðja um ráð frá Capello fyrir leikinn gegn Ítalíu í átta liða úrslitum EM.

Fótbolti

Zlatan fær tíuna hjá AC Milan á næsta tímabili

Zlatan Ibrahimovic fær treyju númer tíu hjá AC Milan á næsta tímabili en þetta kom í ljós á kveðjublaðamannafundi Clarence Seedorf í dag. Seedorf hefur verið í tíunni hjá AC Milan undanfarin ár en hollenski miðjumaðurinn tilkynnti í dag að hann væri á förum eftir heilan áratug hjá ítalska félaginu.

Fótbolti

Joe Hart: Við ætlum að vinna EM

Joe Hart, markvörður enska landsliðsins, er ekkert að skafa af því þegar hann var spurður út í markmið enska liðsins á EM í fótbolta. Hann segir að enska liðið ætli sér að fara alla leið og vinna titilinn.

Fótbolti

KA vann Þór og Fjölnismenn fóru á toppinn

Þrír leikir fóru fram í 1. deild karla í fótbolta í kvöld og stórleikur kvöldsins var nágrannaslagur Akureyrarliðanna KA og Þórs. KA vann þar dramatískan 3-2 sigur á nágrönnunum sínum en Þórsliðið missti fyrir vikið toppsætið til Fjölnismanna sem unnu á sama tíma 2-0 sigur á Tindastól.

Íslenski boltinn

Bonucci: Englendingar spila eins og Ítalir

Leonardo Bonucci, miðvörður Ítala og sá sem róaði niður Mario Balotelli í sigrinum á Írum, telur að enska landsliðið ætli að nota ítalska leikaðferð þegar þjóðirnar mætast í átta liða úrslitum Evrópumótsins á sunnudaginn.

Fótbolti

Cristiano Ronaldo: Núna brosa allir í liðinu

Cristiano Ronaldo var hetja Portúgala í kvöld þegar hann skoraði eina markið í 1-0 sigri á Tékklandi í átta liða úrslitum á EM í fótbolta. Ronaldo skapaði sér fjölda færa í leiknum en skoraði sigurmarkið með skalla ellefu mínútum fyrir leikslok.

Fótbolti

Enginn Portúgali í leikbanni í undanúrslitunum

Portúgalar glöddust ekki bara yfir því að vera komnir í undanúrslitin á EM í fótbolta eftir 1-0 sigur á Tékklandi í átta liða úrslitunum í kvöld því enginn leikmaður liðsins verður í banni í næsta leik á móti annaðhvort Spáni eða Frakklandi.

Fótbolti