Fótbolti

Blanc staðfestir ósætti í franska hópnum

Eina ferðina enn er ósætti í herbúðum franska landsliðsins. Það þurfti aðeins eitt tap gegn Svíum til að hleypa öllu í háaloft.

Fyrir þann leik voru Frakka búnir að spila 23 leiki í röð án þess að tapa. Laurent Blanc landsliðsþjálfari staðfestir ósættið í hópnum.

Florent Malouda, leikmaður Frakka, neitaði að tjá sig eftir leikinn af ótta við það sem hann myndi segja. Menn tókust þó hraustlega á inn í klefa.

"Það var orðið ansi heitt í kolunum. Síðan fóru allir í kalda sturtu. Það var rafmagn í loftinu og vonandi verður þessi hiti í mönnum gegn Spáni því við þurfum á því að halda," sagði Blanc.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×