Fótbolti

Blatter nýtti tímann vel á Íslandi

Sepp Blatter, forseti Alþjóða Knattspyrnusambandsins, var í tveggja daga heimsókn á Íslandi en hélt síðan til Færeyja í dag. Forseti FIFA nýtti tímann til að skoða knattspyrnumannvirki sem og að hann heimsótti mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur og forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson.

Fótbolti

Freyr Alexandersson: "Vantar meira gegnsæi í fjármál Vals"

Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði Valsmanna í Pepsi-deild karla, lék ekki með liðinu gegn Skagamönnum í sumar þar sem hann átti ógreidd laun inn á hjá félaginu. Þetta staðfesti Freyr Alexandersson fyrrum aðstoðarþjálfari Vals í viðtali sem tekið var við hann í Boltanum á X-inu 977 í morgun.

Íslenski boltinn

Stuðningsmennirnir fengu sitt í gegn

Heimavöllur enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle hefur aftur breytt um nafn og heitir nú á ný St James' Park. Lánafyrirtækið wonga.com keypti nafnaréttinn á vellinum og ákvað að hlusta á eldheita stuðningsmenn Newcastle sem vildu aftur sinn St James' Park.

Enski boltinn

Þýsku landsliðsmennirnir fá þrjár milljónir fyrir hvern leik

Leikmenn þýska landsliðsins í knattspyrnu spila fyrir meira en þjóðarstoltið þegar þeir keppast við að tryggja þýska landsliðinu sæti á HM 2014 í Brasilíu. Þýska knattspyrnusambandið gaf það út í dag að hver leikmaður muni fá 20 þúsund evrur fyrir hvern leik í undankeppninni.

Fótbolti

Agger: Við höfum verið betra liðið í nær öllum leikjunum

Daniel Agger, miðvörður Liverpool og danska landsliðsins, var spurður út í dapurt gengi Liverpool í byrjun tímabilsins þegar hann hitti danska blaðamenn í gær en framundan eru leikir í undankeppni HM. Liverpool er aðeins með sex stig í fyrstu sjö leikjum sínum og er þegar orðið 13 stigum á eftir toppliði Chelsea.

Enski boltinn

Sigurður Ragnar: Þær spila allt öðruvísi fótbolta en við

Sigurður Ragnar Eyjólfsson valdi í gær 18 manna landsliðshóp fyrir umspilsleiki á móti Úkraínu en í boði er sæti í úrslitakeppni EM. Sigurður Ragnar heldur tryggð við þann hóp sem mætti Norðmönnum í Osló á dögunum. Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 ræddi við hann í gær.

Íslenski boltinn

Joe Allen stoppaði sigurgöngu Gareth Bale

Joe Allen, miðjumaður Liverpool, var í gær valinn knattspyrnumaður ársins í Wales en þessi 22 ára gamli leikmaður var einnig kosinn besti leikmaður Swansea á síðasta tímabili á þessari árlegu uppgjörshátíð fótboltans í Wales.

Enski boltinn

Leeds er eins og ung Pamela Anderson

Enskir fjölmiðlar segja frá því að enska félagið Leeds United gæti verið komið með nýjan eiganda innan þriggja vikna en stjórnarformaðurinn Ken Bates er í viðræðum við eignarfélagið Gulf Finance House frá Barein. The Sun náði í skottið á David Haigh sem er aðstoðarframkvæmdastjóri Gulf Finance House.

Enski boltinn

Brendan Rodgers: Það virðast gilda allt aðrar reglur um Suarez

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, er allt annað en sáttur við þá umræðu sem er í gangi í kringum Úrúgvæmanninn Luis Suarez. Tony Pulis, stjóri Stoke, heimtaði að enska sambandið refsaði Suarez fyrir síendurtekinn leikaraskap og vildi að Suarez yrði dæmdur í þriggja leikja bann fyrir "dýfu" í teignum.

Enski boltinn

Margrét Lára búin að fresta aðgerðinni sinni

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins, valdi í gær hópinn sem mætir Úkraínu í tveimur umspilsleikjum síðar í þessum mánuði, en í boði er sæti í úrslitakeppni EM. Leikið verður ytra 20. október og hér heima, á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 25. október.

Íslenski boltinn

Jonjo Shelvey valinn í enska landsliðið

Liverpool-maðurinn Jonjo Shelvey er búinn að spila sig inn í enska landsliðið því Roy Hodgson hefur kallað á hann ásamt Chelsea-manninum Ryan Bertrand fyrir leiki Englendinga á móti San Marínó og Póllandi í undankeppni HM.

Enski boltinn

Sóknarmennirnir okkar detta út hver á fætur öðrum

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leikmaður sænska liðsins Norrköping, hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum fyrir leikina við Albaníu og Sviss í undankeppni HM út af persónulegum ástæðum. Ekki verður annar leikmaður kallaður inn í hópinn að svo stöddu samkvæmt frétt á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn

Sigurður Ragnar valdi sömu stelpur og mættu Noregi

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Úkraínu í tveimur umspilsleikjum síðar í þessum mánuði en í boði er sæti í úrslitakeppni EM. Leikið verður ytra 20. október og hér heima, á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 25. október.

Íslenski boltinn

Ólafur Kristjáns leikgreinir Juventus fyrir Nordsjælland

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, er í mikilvægu starfi hjá Meistaradeildarliði Nordsjælland en danska liðið er í riðli með hákarlaliðum eins og Chelsea, Shakhtar Donetsk og Juventus. Ólafur sér um að leikgreina andstæðing Nordsjælland í Meistaradeildinni en þetta kom fram í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu.

Fótbolti