Íslenski boltinn

Freyr Alexandersson: "Vantar meira gegnsæi í fjármál Vals"

Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði Valsmanna í Pepsi-deild karla, lék ekki með liðinu gegn Skagamönnum í sumar þar sem hann átti ógreidd laun inn á hjá félaginu. Þetta staðfesti Freyr Alexandersson fyrrum aðstoðarþjálfari Vals í viðtali sem tekið var við hann í Boltanum á X-inu 977 í morgun. Freyr lét af störfum sem aðstoðarþjálfari Vals í gær en hann fór yfir nokkra hluti í viðtalinu um innra starfið hjá Val og þá hluti hann telur að mætti bæta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×