Fótbolti

Messi orðinn pabbi

Lionel Messi, leikmaður Barcelona, er orðinn pabbi en kærasta hans, Antonella Roccuzzo, fæddi dreng í dag. Hann hefur þegar fengið nafnið Thiago.

Fótbolti

Galaxy komið í undanúrslit

David Beckham og félagar í LA Galaxy eru komnir í undanúrslit Vesturdeildar MLS-deildarinnar eftir 2-1 sigur á Vancouver Whitecaps í nótt. Landon Donovan skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu.

Fótbolti

Neymar: Engin getur það sem Messi gerir

Neymar, framherji Santos og brasilíska landsliðsins, hefur verið mikið borinn saman við Lionel Messi á undanförnum misserum og menn eins og Pele hafa jafnvel sagt að hann sé betri en Argentínumaðurinn.

Fótbolti

Villas-Boas vonast til að Dembele sleppi við aðgerð

Mousa Dembele, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar og einn af samkeppnisaðilum íslenska miðjumannsins um sæti á miðju Tottenham-liðsins, hefur misst af síðustu fjórum leikjum vegna meiðsla og verður ekki með liðinu um helgina. Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, er að vonast til að leikmaðurinn þurfi ekki að fara í aðgerð.

Enski boltinn

Meistaradeildarlið Málaga getur ekki borgað leikmönnum laun

Málaga hefur slegið í gegn í Meistaradeildinni á þessu tímabili en spænska liðið er búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína í riðlakeppninni og er með fimm stiga forskot á AC Milan á toppi síns riðils. Málaga er einnig í þriðja sæti spænsku úrvalsdeildarinnar og því ætti allt að vera í fínu lagi hjá félaginu en svo er þó ekki.

Fótbolti

Rúrik spilaði í bikarsigri

Rúrik Gíslason var í byrjunarliði FCK er liðið komst í kvöld áfram í fjórðungsúrslit dönsku bikarkeppninnar með 3-0 sigri á SönderjyskE.

Fótbolti

Wenger: Sýnið Van Persie virðingu

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur biðlað til stuðningsmanna félagsins að vera ekki of leiðinlegir við Robin van Persie þegar þessi fyrrum hetja og fyrirliði Arsenal-liðsins mætir Arsenal í fyrsta sinn í búningi Manchester United.

Enski boltinn

Sir Alex kennir Nani um tapið á móti Chelsea

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var afar ósáttur við hugsunarleysi Nani á lokasekúndum leiksins á móti Chelsea í enska deildarbikarnum í gærkvöldi. Manchester United komst þrisvar yfir í venjulegum leiktíma en tapaði leiknum síðan 4-5 í framlengingu.

Enski boltinn

Di Matteo: Vildum sanna óréttlæti sunnudagsins

Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, fagnaði 5-4 sigri á Manchester United í enska deildarbikarnum í gær aðeins nokkrum dögum eftir deildartap fyrir United á sama stað. United vann deildarleikinn á rangstöðumarki Javier Hernandez og Di Matteo var ekki sáttur við það ekki frekar en rauða spjaldið sem Fernando Torres fékk.

Enski boltinn

Áhugi annarra liða hvetur mig áfram

Aron Jóhannsson, leikmaður AGF og markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar, hefur víða vakið athygli fyrir frammistöðu sína á tímabilinu. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hans, sagði við danska fjölmiðla að lið úr alls átta deildum víða um Evrópu hefðu fylgst með kappanum síðustu vikur og mánuði.

Fótbolti

Juventus og Inter á skriði

Fjölargir leikir fóru fram í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Juventus er enn ósigrað á toppi deildarinnar en Inter er skammt undan.

Fótbolti