Fótbolti

Wenger: Thierry Henry mun ekki spila aftur með Arsenal

Arsène Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur lokað á þann möguleika á að Thierry Henry komi til liðsins á láni eins og hann gerði á sama tíma fyrir ári síðan. Wenger hafði í fyrstu tekið vel í það að fá Henry aftur en var ekki sáttur við form leikmannsins þegar hann æfði með Arsenal á dögunum.

Enski boltinn

Robin van Persie: Umkringdur af meisturum

Robin van Persie hefur verið frábær á sínu fyrsta ári með Manchester United en Hollendingurinn skoraði sitt 15. og 16. deildarmark í gær þegar liðið vann 4-0 útisigur á Wigan. Van Persie talaði um sigurhugarfarið innan liðsins í viðtali við MUTV eftir leikinn.

Enski boltinn

Flugeldar trufluðu nætursvefn leikmanna Fulham

Fulham sigraði West Brom 2-1 í dag í ensku úrvalseideildinni en heppnin var með Fulham í leiknum þar sem liðið náði sér ekki á strik. Martin Jol þjálfari liðsins kennir flugeldasýningu fyrir utan hótelglugga leikmanna um frammistöðuna á vellinum.

Enski boltinn

Ferguson: Hrukkum í gang við fyrsta markið

"Það er erfitt að leika gegn Wigan, sérstaklega á þeirra heimvelli þannig að 4-0 er mjög góð úrslit fyrir okkur,“ sagði Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United eftir 4-0 sigurinn á Wigan á útivelli í dag.

Enski boltinn

Villas-Boas: Gott að fá tíu stig yfir hátíðirnar

„Við gerðum vel í að fara í gegnum hátíðirnar með 10 stig í fjórum leikjum og vonandi höldum við áfram á þessari braut og komumst í þá stöðu sem við viljum vera í,“ sagði Andre Villas-Boas knattspyrnustjóri Tottenham eftir 3-1 sigurinn á Reading í dag.

Enski boltinn

Hart barist um þjónustu Wilfried Zaha

Talið er að Arsenal, Chelsea, Manchester United og Tottenham séu á meðal félaga sem munu berjast um þjónustu Wilfried Zaha, leikmanns Crystal Palace, í félagaskiptaglugganum sem nú hefur verið opnaður.

Enski boltinn

Cech meiddur í nára

Hinn tékkneski markvörður Chelsea Petr Cech varð að fara af velli í hálfleik í gær þegar liðið lék gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Enski boltinn

Jose Enrique meiddist illa gegn QPR

Jose Enrique, leikmaður Liverpool, meiddist nokkuð illa í leik gegn QPR í ensku úrvalsdeildinni í gær en hann varð að yfirgefa völlinn þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum.

Enski boltinn

Wenger í basli með rennilásinn

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er löngu orðinn heimsþekktur fyrir úlpuval sitt. Hann mætir venjulega til leiks í síðri dúnúlpu sem dagsdaglega er bara kölluð svefnpokinn.

Enski boltinn