Fótbolti

Enska knattspyrnusambandið kærir Hazard

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að kæra Eden Hazard fyrir framkomu hans í undanúrslitaleik Chelsea og Swansea í enska deildarbikarnum á miðvikudaginn. Hazard fékk þá rauða spjaldið fyrir að sparka í boltastrák sem var að reyna að tefja leikinn.

Enski boltinn

EM 2020 fer fram í þrettán borgum

Evrópska knattspyrnusambandið gaf það út í dag að EM 2020 muni fara fram í þrettán borgum víðsvegar í Evrópu en ekki einu eða tveimur löndum eins og hingað til. Framkvæmdastjórn UEFA tók þessa ákvörðun á fundi sínum en Michael Platini, forseti UEFA, hafði áður rætt þessa hugmynd á opinberum vettvangi. Platini kallar þessa keppni "EURO for Europe" eða Evrópumót fyrir Evrópu.

Fótbolti

Wenger: Vill takmarka fjölda kaupa félaga í janúar

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er greinilega ekki alveg sáttur við mikinn innflutning Newcastle á löndum sínum. Hann lét þá skoðun sína í ljós á blaðamannafundi í dag að það verði að takmarka fjölda leikmanna sem ensku úrvalsdeildarfélögin geti keypt í janúarglugganum.

Fótbolti

Stelpurnar spila við Svía 6. apríl

Knattspyrnusambönd Íslands og Svíþjóðar hafa komist að samkomulagi um að kvennalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik ytra 6. apríl næstkomandi. Leikið verður í Växjö en á þeim velli mun íslenska liðið leika tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppni úrslitakeppni EM í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn

Eiður og Kolbeinn snúa aftur í landsliðið

Lars Lagerbäck, A-landsliðsþjálfari í knattspyrnu, valdi Eið Smára Guðjohnsen í landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Rússum í byrjun febrúar. Sá leikur fer fram á Spáni. Kolbeinn Sigþórsson er líka aftur kominn inn í hópinn eftir meiðsli.

Íslenski boltinn

Sir Alex: Mér er alveg sama um hvað Rafa segir

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, er mættur til Englands á ný eftir nokkra daga æfingaferð í Katar og var mættur á blaðamannafund í morgun í tilefni af bikarleik Manchester United á móti Fulham á morgun.

Enski boltinn

KR vann 3-0 í fyrsta leik Andra Ólafs

KR-ingar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í Reykjavíkurmóti karla en Vesturbæjarliðið vann 3-0 sigur á Þrótti í Egilshöllinni í gærkvöldi. Andri Ólafsson kom frá ÍBV á sunnudaginn og lék sinn fyrsta leik með liðinu í gær.

Íslenski boltinn

Engin leikmannauppreisn hjá Real Madrid

Florentino Perez, forseti Real Madrid, hélt sérstakan blaðamannafund í dag til að hafna þeim staðhæfingum að ósætti sé á meðal leikmanna félagisins með stjórann Jose Mourinho.

Fótbolti

Liverpool hækkar tilboð sitt

Liverpool hefur hækkað tilboð sitt í brasilíska miðjumanninn Philippe Coutinho upp í níu milljónir evra samkvæmt heimildum Liverpool Echo en Internazionale hafnaði sex milljón evra tilbiði liðsins í síðustu viku.

Enski boltinn

Sonur Beckham reynir fyrir sér hjá Chelsea

David Beckham getur ekki hugsað sér að spila fyrir annað enskt lið en Manchester United en sömu sögu er ekki að segja af sonum hans. Brooklyn Beckham, elsti sonur hans, er orðinn 13 ára og kominn í akademíuna hjá Chelsea.

Enski boltinn

Charlie Morgan orðinn frægasti boltastrákur heims

Charlie Morgan er orðinn frægasti boltastrákur heims eftir atvik gærkvöldsins. Eden Hazard leikmaður Chelsea fékk þá rautt spjald fyrir að sparka í hann þegar Morgan reyndi að tefja leikinn með því að leggjast á boltann. Enskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið í gærkvöldi og í morgun.

Enski boltinn

Real Madrid og Barcelona tekjuhæstu félög heims

Áttunda árið í röð er spænska félagið Real Madrid það fótboltafélag í heiminum sem aflaði mestra heildartekna. Efstu sex félögin á lista Deloitte eru þau sömu og fyrir ári síðan en af þeim var það aðeins Manchester United (3. sæti) sem skilaði minni tekjum milli ára. Tvö efstu félögin koma frá Spáni en England á fimm félög inn á topp tíu listanum.

Fótbolti

Tvö rauð er Real komst áfram

Fabio Coentrao og Angel Di Maria fengu báðir að líta rauða spjaldið þegar að Real Madrid gerði 1-1 jafntefli við Valencia í spænsku bikarkeppninni í kvöld.

Fótbolti