Fótbolti

Rooney segir Messi besta leikmann sögunnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Wayne Rooney, leikmaður Manchester United, segir að Lionel Messi sé betri knattspyrnumaður en Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid.

Rooney er fyrrum samherji Ronaldo en United lék á dögunum gegn Real í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

„Þetta eru tveir ólíkir leikmenn. En mér finnst Messi ótrúlegur. Ég held að hann sé sá besti í sögunni. Ég verð því að velja Messi," sagði Rooney þegar hann var beðinn um að gera upp á milli Ronaldo og Messi.

„Ronaldo er samt óheppinn því ef ekki væri fyrir Messi væri hann að vinna öll þessi verðlaun. En þetta eru tveir af bestu knattspyrnumönnum sögunnar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×