Fótbolti

James skellti sér á lífið með Fylkisstúlkum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Twitter
David James, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, er kominn hingað til lands til að skoða aðstæður hjá ÍBV.

Hann heldur til Eyja í dag en í gær kíkti hann á æfingu hjá kvennaliði Fylkis, og skellti sér svo á skemmtistað í Reykjavík með þeim um kvöldið.

Ragna Lóa Stefánsdóttir, eiginkona Hermanns Hreiðarssonar, er þjálfari Fylkis en Hermann tók við ÍBV nú í haust.

Hermann og James voru samherjar hjá Portsmouth á sínum tíma en þessi 42 ára margreyndi markvörður íhugar nú að taka slaginn með ÍBV í Pepsi-deildinni í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×