Fótbolti

Flottur útisigur hjá Guðlaugi og félögum

Guðlaugur Victor fagnar með NEC.
Guðlaugur Victor fagnar með NEC.
Guðlaugur Victor Pálsson og félagar í NEC Nijmegen unnu góðan útisigur, 2-3, gegn Willem II í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Willem komst yfir í leiknum strax á fyrstu mínútu en NEC svaraði með þremur mörkum. Heimamenn náðu að minnka muninn en lengra komust þeir ekki.

Guðlaugur Victor var í byrjunarliði NEC og lék á miðjunni allan leikinn.

NEC er í sjöunda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×