Fótbolti

Verður erfitt að velja á milli bestu liða heims

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Guillermo Ochoa, markvörður frá Mexíkó, segir mörg bestu knattspyrnufélög heims hafa áhuga á sér.

Ochoa er 27 ára markvörður en hann spilar með Ajaccio í frönsku úrvalsdeildinni og hefur gert undanfarin tvö ár.

Hann segir að enska liðið Liverpool hafi sýnt sér áhuga en líka mörg önnur lið. „Það voru einhver samskipti við Liverpool en það er allt í höndum umboðsmanns míns og forseta félagsins. Ég ætla að einbeita mér að mínu liði," sagði Ochoa.

„Það er ekkert öruggt í þessu en ég vona að ég geti valið úr einhverjum tilboðum í sumar."

„Það verður erfitt að velja á milli Liverpool, AC Milan, Real Madrid, Inter, Bayern og Dortmund. Það fer allt efti framvindu mála. Ég mun ákveða mig eftir að hafa skoðað alla möguleikana."

„Hugmyndin er að spila með einu besta liðinu. En það er erfitt að velja á milli þeirra því þetta eru fimm mjög sterkar deildir - England, Spánn, Ítalía, Þýskaland og Frakkland."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×