Fótbolti

Ég og Kiddi erum bestu vinir

Rúnar Már Sigurjónsson segir það rangt sem kom fram í Pepsi-mörkunum í gær að hann hafi rifist við Kristinn Frey Sigurðsson, liðsfélaga sinn hjá Val, í leik liðsins gegn Fram í gær.

Íslenski boltinn

Xavi: Mourinho fór skelfilega illa með Casillas

Xavi, leikmaður Barcelona, er allt annað en sáttur með þá meðferð sem Iker Casillas, liðsfélagi hans úr spænska landsliðinu, fékk hjá Real Madrid á þessu tímabili. Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, gróðursetti Casillas á varamannabekknum á miðju tímabili og gagnrýndi hann líka ítrekað opinberlega.

Fótbolti

David James: Íslenska sólin er til vandræða

Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, tók viðtal við David James, markvörð ÍBV, eftir 1-1 jafntefli liðsins í kvöld á móti Íslandsmeisturum FH. James líkar lífið á Íslandi en kvartar undan dagsbirtunni á Íslandi.

Íslenski boltinn

Stórt tap hjá Eiði Smára og félögum

Anderlecht og Zulte-Waregem munu mætast í hreinum úrslitaleik um belgíska meistaratitilinn eftir sigur beggja liða í næstsíðustu umferð meistaraumspilsins í belgísku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Fótbolti

Sex leikja bið Start eftir sigri á enda

Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Kristjánsson fögnuðu flottum útisigri í kvöld með félögum sínum í Start en liðið vann þá 1-0 sigur á Odd. Þetta var fyrsti deildarsigur Start í sex leikjum eða síðan að liðið vann Vålerenga 19. apríl.

Fótbolti

Arnór með tvö mörk í stórsigri

Arnór Smárason er loksins laus við meiðslin og skoraði tvö mörk fyrir Esbjerg í 6-2 sigri á Odense í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Íslendingaliðin SönderjyskE og Randers unnu bæði sína leiki en FCK Kaupmannahöfn tapaði.

Fótbolti

Guðmundur skoraði beint úr aukaspyrnu

Guðmundur Þórarinsson skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu í 2-4 tapi Sarpsborg 08 á móti Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Guðmundur jafnaði metin í 2-2 en Rosenborg skoraði tvö mörk á síðustu sex mínútunum og tryggði sér öll þrjú stigin.

Fótbolti

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fram 1-1

Valsmenn og Framarar gerðu 1-1 jafntefli í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn fengu kjörið tækifæri til að tryggja sér sigurinn í lokin en Kristinn Freyr Sigurðsson skaut í stöngina úr vítaspyrnu sjö mínútum fyrir leikslok.

Íslenski boltinn

Birkir skoraði í sigri Brann

Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson var á skotskónum í 10. umferð norsku úrvalsdeildarinnar sem fram fór í dag en það varð jafntefli í báðum Íslendingaslögum dagsins.

Fótbolti

Þrjú íslensk mörk í flottum sigri Avaldsnes

Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö mörk og Mist Edvardsdóttir skoraði eitt þegar Avaldsnes vann 3-0 heimasigur á Klepp í norsku kvennadeildinni í kvöld. Þetta var annar sigur Avaldsnes í tímabilinu en liðið er nýliði í deildinni.

Fótbolti