Fótbolti

Svona á að leggja í Laugardalnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nóg er af bílastæðum í Laugardalnum.
Nóg er af bílastæðum í Laugardalnum. Mynd/GVA

Reiknað er með því að í kringum 10 þúsund manns leggi leið sína í Laugardalinn í kvöld þegar landslið Íslands og Slóveníu mætast í undankeppni HM 2014.

Fjölmargir knattspyrnuunnendur hafa fengið sektir undanfarin misseri fyrir að leggja ólöglega í Laugardalnum á meðan á kappleikjum stendur. Á heimasíðu KSÍ er minnt á að aðeins lítill hluti bílastæða á svæðinu séu fyrir utan sjálfan Laugardalsvöllinn.

Á myndinni að neðan má sjá hvar vallargestir geta lagt bifreiðum sínum.

Þá er minnt á að strætisvagnar stoppa víðsvegar í kringum Laugardalinn sem geti verið góður kostur fyrir vallargesti. Ekki síst þá sem ætla að mæta snemma og hita upp með Þrótturum í Laugardalshöll þar sem upphitun hefst klukkan 16.

Miðasala á leikinn stendur enn yfir. Reiknað er með því að uppselt verði. Hægt er að kaupa miða á Midi.is en frá og með klukkan 12 verða miðarnir til sölu á Laugardalsvelli.

Leikurinn hefst klukkan 19 en vallargestir eru hvattir til þess að mæta tímanlega. Mínútuklapp verður fyrir leik til minningar um Hermann Gunnarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×