Fótbolti

Mikil tilhlökkun fyrir leik kvöldsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

„Ég hef sjálfur verið áhugamaður um íslenska landsliðið í gegnum tíðina. Fylgst mikið með og verið spenntur fyrir þessum möguleika að íslenska landsliðið komist einhvern tímann í lokakeppni," segir markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson.

Reikna má með því að Hannes Þór verði í marki Íslands gegn Slóvenum í kvöld. Hann hefur verið fyrsti kostur Lars Lagerbäck frá því hann tók við starfi landsliðsþjálfari.

„Nú er ég sjálfur kominn í þá stöðu að hafa mikil áhrif á það (hvort Ísland komist á HM). Ég finn fyrir pressu og umtalið er þannig að annað er ekki hægt. Ég er spenntur og tilhlökkunin er mikil," segir Hannes Þór.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×