Fótbolti

Moyes styður við bakið á Januzaj

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United telur að of mikið sé gert úr meintum leikaraskap Adnan Januzaj, leikmanni Manchester United. Januzaj sem skaust fram á sviðsljósið á þessu tímabili fékk sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap um helgina.

Enski boltinn

Curbishley snýr aftur í enska boltann

Alan Curbishley, fyrrverandi knattspyrnustjóri Charlton og West Ham hefur verið ráðinn sem tæknilegur ráðgjafi aðalliðs Fulham. Curbishley mun vinna með René Meulensteen, knattspyrnustjóra Fulham að því að halda sæti Fulham í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Dempsey lánaður til Fulham

Eins og við var búist hefur framherjinn Clint Dempsey gert lánssamning við Fulham. Hann mun verða í láni hjá félaginu næstu tvo mánuðina en hann er leikmaður Seattle Sounders í Bandaríkjunum.

Enski boltinn

Mitt erfiðasta ár á ferlinum

Jürgen Klopp hefur fengið að kynnast því að þjálfarastarfið hjá Dortmund er ekki alltaf auðvelt. Hann hefur náð ótrúlegum árangri með liðið þrátt fyrir oft á tíðum erfitt starfsumhverfi.

Fótbolti

Fengu ekki mikla hjálp við flutningana til Portúgal

Helgi Valur Daníelsson segir portúgalskan fótbolta henta sér betur en hann hafi reiknað með. Menningin sé ólík því sem hann hafi átt að venjast áður sem atvinnumaður á Englandi, í Svíþjóð og Þýskalandi. Fólk geri helst ekki hluti í dag ef það geti gert þá á morgun.

Fótbolti

Skotinn hjá Val

Iain Williamson hefur skrifað undir nýjan samning um að leika með karlaliði félagsins í knattspyrnu á næstu leiktíð.

Íslenski boltinn

Gaf dóttur sinni eyju í afmælisgjöf

Viðskiptahættir AS Monaco hafa vakið athygli í fótboltaheiminum. Þegar Dmitry Rybolovlev keypti meirihluta í félaginu var liðið í annarri deild frönsku deildarkeppninnar. Síðan þá hefur ýmislegt breyst, Rybolovlev vill aðeins það besta og hafa stjörnuleikmenn streymt í skattparadísina.

Fótbolti

Mourinho finnur til með Villas-Boas

Samband þeirra Jose Mourinho, stjóra Chelsea, og Andre Villas-Boas, fyrrum stjóra Spurs, hefur ekki verið gott upp á síðkastið og Villas-Boas staðfesti um daginn að þeir væru ekki vinir lengur.

Enski boltinn

Wenger hissa á stöðunni hjá Cole

Arsene Wenger viðurkenndi í fjölmiðlum í dag að hann skilji ekki afhverju Ashley Cole, vinstri bakvörður Chelsea, væri búinn að missa sæti sitt í liðinu. Cole lék undir stjórn Wenger með Arsenal í sjö ár áður en hann færði sig yfir til Chelsea.

Enski boltinn