Fótbolti

Gaf dóttur sinni eyju í afmælisgjöf

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ekaterina Rybolovlev með prinsinum af Mónakó
Ekaterina Rybolovlev með prinsinum af Mónakó Mynd/Gettyimages
Viðskiptahættir AS Monaco hafa vakið athygli í fótboltaheiminum. Þegar Dmitry Rybolovlev keypti meirihluta í félaginu var liðið í annarri deild frönsku deildarkeppninnar. Síðan þá hefur ýmislegt breyst, Rybolovlev vill aðeins það besta og hafa stjörnuleikmenn streymt í skattparadísina.

Monaco gerði Radamel Falcao að áttunda dýrasta leikmanni allra tíma í sumar þegar hann kom frá Atletico Madrid en þar var ekki stöðvað. Næstur inn um hurðina var James Rodriguez sem sextándi dýrasti leikmaður allra tíma.

Þessar peningaupphæðir hafa eflaust engin áhrif á Rybolovlev sem er einn 150 ríkustu mönnum heimsins. Hann virðist geta skrifað stóra tékka án þess að þurfa að hafa miklar áhyggjur. Í tilefni 21 árs afmæli dóttur hans, Ekaterina Rybolovlev var ekki hægt að bjóða upp á minna en í lúxuseyju í Gríska eyjaklasanum.

Eyjan heitir Skorpios og komst í heimsfréttirnar þegar ekkja John F Kennedy, Jacqueline Kennedy gifti sig á henni árið 1968. Talið er að Rybolovlev hafi greitt hundrað milljón punda fyrir eyjuna.

Ekki amalegt útsýniMynd/Gettyimages



Fleiri fréttir

Sjá meira


×