Fótbolti

Eggert Gunnþór og Helgi Valur byrjuðu í jafnteflisleik

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Helgi Valur í leik í Svíþjóð
Helgi Valur í leik í Svíþjóð Mynd/Gettyimages
Eggert Gunnþór Jónsson og Helgi Valur Daníelsson voru báðir í byrjunarliði Belenenses í 0-0 jafntefli á heimavelli gegn Estoril í portúgölsku úrvalsdeildinni í dag.

Helgi og Eggert spiluðu saman á miðjunni í leiknum og kláruðu báðir allar nítíu mínútur leiksins. Heimamenn misstu mann af velli þegar skammt var til leiksloka en náðu að halda út og kræktu í mikilvægt stig í botnbaráttunni.

Belenenses situr í þrettánda sæti eftir leiki kvöldsins með tólf stig, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×