Fótbolti

Íslendingarnir hjá AZ senda jólakveðjur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Skjáskot
Aron Jóhannsson og Jóhann Berg Guðmundsson brugðu á leik með kollegum sínum hjá AZ Alkmaar í jólaboði á dögunum.

Leikmenn liðsins voru greinilega í góðu stuði þegar jólakveðjan var tekin. Aron og Jóhann Berg skiptu með sér hlutverkum eftir að hafa farið í leikinn steinn-skæri-blað.

Líkt og aðrir leikmenn sendu Aron og Jóhann Berg kveðjurnar á þjóðartungu sinni. Þeir skáluðu svo í kjölfarið og greinilegt að stemmningin var góð í veislunni.

Kveðjuna má sjá í myndbandinu hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×