Fótbolti

PSG verður í Nike til ársins 2022

Zlatan og félagar kunna vel við sig í Nike.
Zlatan og félagar kunna vel við sig í Nike.
Franska stórliðið PSG hefur spilað í búningum frá Nike síðan 1989 og liðið verður í búningum frá þeim í það minnsta níu ár í viðbót.

PSG tilkynnti í dag að liðið væri búið að framlengja við Nike fram á sumar 2022.

"Við erum stoltir af því að Nike skuli hafa mikla trú á okkur og vilji vera með í þessu ævintýri. Þetta er stærsti íþróttavöruframleiðandi heims með gæðavörur. Við erum hæstánægðir með þetta," sagði forseti PSG, Nasser Al Khelafi.

Ekki er gefið upp hversu verðmætur samningurinn er en hann er líklega einn af þeim stærstu sem Nike hefur gert.

Moldríkir menn standa á bak við PSG og ætla að gera liðið að því stærsta í Evrópu á næstu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×