Enski boltinn

Tekur Sven-Göran við Portsmouth?

Forráðamenn Portsmouth hafa sett sig í samband við Sven-Göran Eriksson sem er efstur á óskalista þeirra yfir nýjan knattspyrnustjóra. Þetta er samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar.

Enski boltinn

Enn og aftur frestað hjá Guðjóni

Vetrarhörkurnar á Englandi hafa heldur betur riðlað leikjaplani neðri deilda. Guðjón Þórðarson og lærisveinar í Crewe áttu að leika gegn Bristol Rovers í 2. deildinni í kvöld en leiknum hefur verið frestað.

Enski boltinn

Deco: Scolari átti að fá meiri tíma

Miðjumaðurinn Deco segir að sér hafi brugðið við að heyra fréttirnar af því að Luiz Felipe Scolari hafi verið rekinn frá Chelsea. Deco var stærstu kaup Scolari fyrir tímabilið en hann var keyptur á 8 milljónir punda frá Barcelona.

Enski boltinn

Riggott frá í sex vikur

Chris Riggott, leikmaður Middlesebrough, verður frá næstu sex vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Manchester City.

Enski boltinn

Zola hyggst ekki yfirgefa West Ham

Samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar þá hefur Gianfranco Zola tjáð stjórn West Ham að hann hafi ekki í hyggju að yfirgefa félagið. Zola er orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Chelsea eftir að Luiz Felipe Scolari var rekinn í dag.

Enski boltinn

Luke Young ekki með Englandi

Luke Young, varnarmaður Aston Villa, verður ekki með enska landsliðinu gegn Spáni á miðvikudag. Young er meiddur á tá og ferðast því ekki með hópnum í leikinn.

Enski boltinn