Enski boltinn

Torres ætlar að vera lengi hjá Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Torres fagnar marki í leik með Liverpool.
Torres fagnar marki í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Fernando Torres segist engar áætlanir aðrar hafa en að vera lengi í herbúðum Liverpool en hann hefur að undanförnu verið orðaður við Barcelona.

Börsungar eru sagðir vera að undirbúa risatilboð í Torres nú í sumar en sjálfur sagði hann ekki sjá fyrir sér að hann færi frá liðinu.

„Ég sé ekki fyrir mér að ég muni spila með Real Madrid, Barcelona, Chelsea eða nokkru öðru liði," sagði Torres á blaðamannafundi fyrir leik Spánar og Englands á morgun.

„Ég sé fyrir mér að ég muni spila áfram með Liverpool. Ég er með langan samning og þannig er það bara."

Torres hefur átt við meiðslavandræði að stríða á tímabilinu en vonast til að það sé nú búið í bili. „Ég hef þurft að glíma við ýmislegt síðan í sumar en ég vona að ég sé orðinn góður nú til loka tímabilsins."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×