Enski boltinn

Chelsea fékk leyfi hjá Rússunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guus Hiddink, landsliðsþjálfari Rússa.
Guus Hiddink, landsliðsþjálfari Rússa. Nordic Photos / Getty Images

Rússneska knattspyrnusambandið hefur gefið Chelsea leyfi til að ræða við Guus Hiddink um að taka að sér stöðu knattspyrnustjóra hjá félaginu tímabundið.

Þetta hefur Chelsea nú staðfest en fyrr í dag greindi Hiddink sjálfur frá því að hann ætti í viðræðum við forráðamenn félagsins.

Hvorki rússneska sambandið né Hiddink sjálfur vilja að hann hætti starfi sínu sem landsliðsþjálfari Rússa. Né heldur að hann gegni báðum störfum samtímis, nema til loka tímabilsins í Englandi.

Chelsea sagði í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu félagsins að þeir væru þakklátir rússneska knattspyrnusambandinu fyrir leyfið.




Tengdar fréttir

Rijkaard spenntur fyrir Chelsea

Umboðsmaður Frank Rijkaard hefur viðurkennt í enskum fjölmiðlum að Rijkaard myndi íhuga tilboð ef það kæmi frá Chelsea.

Aðeins Grant og Hiddink koma til greina

Samkvæmt heimildum fréttastofu Sky Sports koma aðeins Avram Grant og Guus Hiddink til greina sem næstu knattspyrnustjórar Chelsea.

Hiddink í viðræðum við Chelsea

Guus Hiddink hefur staðfest að Chelsea hafi komið að máli við sig um að taka við stöðu knattspyrnustjóra hjá félaginu til loka tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×