Enski boltinn

Deco: Scolari átti að fá meiri tíma

Elvar Geir Magnússon skrifar
„Ástæðan fyrir því að ég kom til Chelsea var til að spila fyrir Scolari."
„Ástæðan fyrir því að ég kom til Chelsea var til að spila fyrir Scolari."

Miðjumaðurinn Deco segir að sér hafi brugðið við að heyra fréttirnar af því að Luiz Felipe Scolari hafi verið rekinn frá Chelsea. Deco var stærstu kaup Scolari fyrir tímabilið en hann var keyptur á 8 milljónir punda frá Barcelona.

„Scolari er góður þjálfari og hann hefði átt að fá meiri tíma til að ná því besta fram. Mér brá við að heyra þessar fréttir, ég átti erfitt með að trúa þessu. Ástæðan fyrir því að ég kom til Chelsea var til að spila fyrir Scolari," sagði Deco.

„Hann útskýrði fyrir mér þann metnað sem hann hafði fyrir verkefninu og það var ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa undir. Ég hafnaði mörgum góðum tilboðum til að fara til Chelsea."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×