Enski boltinn

Kranjcar vill fara frá Portsmouth

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nico Kranjcar í leik með Portsmouth.
Nico Kranjcar í leik með Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images

Niko Kranjcar, leikmaður Portsmouth, vill fara frá félaginu nú í sumar til að komast að hjá stærra félagi.

Kranjcar hefur átt við meiðsli að stríða á tímabilinu og hefur því ekki náð að spila jafn mikið og hann hefði viljað. Arsenal hefur áður verið orðað við hann.

„Það var alltaf í mínum plönum að fara til stærra félags eins og eðlilegt er," sagði hann í samtali við enska fjölmiðla. „Ef það bærist tilboð frá stærra félagi myndi ég að sjálfsögðu vilja taka því."

Hann tók þó fram að þó svo að Portsmouth myndi bjarga sér frá falli myndi hann ekki skipta um skoðun. Hann telur reyndar að Portsmouth geti vel haldið sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.

„Það eru mörg lið í sömu stöðu og við. Við verðum að berjast fyrir sæti okkar og við erum tilbúnir í þann slag."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×