Enski boltinn

Samningsmál Agger bíða þar til í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Daniel Agger í leik með Liverpool.
Daniel Agger í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Daniel Agger hefur greint frá því að hann sé ekki búinn að samþykkja nýjan samning við Liverpool og að samningaviðræðum hafi verið hætt í bili.

Agger á átján mánuði eftir af núverandi samningi sínum við Liverpool. „Það eru engar viðræður í gangi um nýjan samning. Svo virtist sem að Liverpool vildi klára nýjan samning sem fyrst en það reyndist ekki rétt," sagði Agger í samtali við danska fjölmiðla.

„Mér finnst allt í lagi að bíða þar til í sumar og sjá hvernig málin þróast þá. Ég tel að ég sé í góðri samningsstöðu en ég vil spila lengur með félaginu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×