Enski boltinn

Giggs til í eitt ár enn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ryan Giggs, leikmaður Manchester United.
Ryan Giggs, leikmaður Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Ryan Giggs hefur greint frá því að hann eigi nú í viðræðum við Manchester United um nýjan samning sem gildir til eins árs.

„Ég ætla ekki að hætta. Það er ekkert hæft í þeim fregnum. Ég nýt knattspyrnunnar nú sem aldrei fyrr," sagði Giggs sem er 36 ára og lék sinn fyrsta deildarleik fyrir United tímabilið 1990-91.

„Ég á nú í viðræðum um nýjan samning og mun vonandi skrifa undir hann fljótlega."

„Þetta gæti ekki verið betra. Ég er að spila með mjög hæfileikaríkum leikmönnum og stemningin í búningsklefanum hefur aldrei verið svona góð. Það er mín áætlun að spila áfram fyrir þetta félag."

Giggs skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri United á West Ham en það var hans fyrsta deildarmark á tímabilinu. Þar með hefur hann skorað á öllum tímabilum ensku úrvalsdeildarinnar síðan hún var stofnuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×