Enski boltinn

Capello gefur í skyn að Beckham þurfi að vera á Ítalíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabio Capello landsliðsþjálfari.
Fabio Capello landsliðsþjálfari. Nordic Photos / Getty Images
Fabio Capello hefur gefið í skyn að ef David Beckham vill vera áfram í enska landsliðinu þurfi hann að vera áfram í herbúðum AC Milan.

Capello er nú í láni hjá Milan frá bandaríska MLS-liðinu LA Galaxy en félögin eiga nú í viðræðum um kaupverð á Beckham sem hefur staðið sig vel á Ítalíu.

„Ég vel þá leikmenn sem eru í besta forminu og nú er Beckham í hópnum," sagði Capello. „Í febrúar á síðast ári var Beckham ekki í hópnum því þá var hann ekki að spila. Nú er hann að spila og hann er í hópnum því hann er góður leikmaður. Það er eina ástæðan fyrir því að ég valdi hann í landsliðið."

„David Beckham verður að velja. Ítalska úrvalsdeildin er mjög verðug áskorun fyrir hann en bandaríska deildin er ekki í sama gæðaflokki."

England mætir í kvöld Evrópumeisturum Spánverja í vináttulandsleik í kvöld. Ef Beckham spilar í leiknum jafnar hann met Bobby Moore sem hefur leikið flesta landsleiki fyrir England ef markverðir eru frátaldir - 108 talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×