Enski boltinn

Terry ánægður með ráðningu Hiddink

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Terry á blaðamannafundi enska landsliðsins í gær.
Terry á blaðamannafundi enska landsliðsins í gær. Nordic Photos / Getty Images

John Terry, fyrirliði Chelsea, er ánægður með að Hollendingurinn Guus Hiddink hafi verið ráðinn knattspyrnustjóri liðsins til loka tímabilsins.

Luiz Felipe Scolari var óvænt rekinn úr starfi knattspyrnustjóra á mánudaginn og sagði Terry að það hafi komið sér mjög á óvart.

Terry telur hins vegar einnig að Hiddink hafi það sem til þurfi að koma liðinu á rétta braut.

„Hann er mjög slyngur og er hrifinn af því að spila alvöru knattspyrnu. Liðin sem hann stjórnar eru dugleg að spila boltanum frá aftasta manni og láta hann ganga mikið á milli manna. En ég veit ekki mjög mikið um hann. Við verðum að bíða og sjá," sagði Terry við enska fjölmiðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×