Enski boltinn

Luke Young ekki með Englandi

Elvar Geir Magnússon skrifar

Luke Young, varnarmaður Aston Villa, verður ekki með enska landsliðinu gegn Spáni á miðvikudag. Young er meiddur á tá og ferðast því ekki með hópnum í leikinn.

Emile Heskey æfði ekki í dag þar sem hann er meiddur á ökkla en búist er við að hann geti æft á morgun. Þá æfði Shaun Wright-Phillips ekki í dag en hann er þó leikfær á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×