Enski boltinn

Ancelotti orðaður við Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan.
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan. Nordic Photos / AFP

Carlo Ancelotti mun vera efstur á óskalista Roman Abramovich um næsta knattspyrnustjóra Chelsea.

Enska götublaðið The Sun heldur því fram í dag að þegar hafi verið samkomulag á milli félaganna að Ancelotti gæti farið frá AC Milan í lok þessa tímabils og nú mun Chelsea hafa hafið viðræður við Milan á nýjan leik.

Ólíklegt þykir að Ancelotti komi áður en tímabilið klárast á Ítalíu en Chelsea á nú í viðræðum við Guus Hiddink, landsliðsþjálfara Rússlands, um að stýra liðinu til loka tímabilsins.

Því er einnig haldið fram í sömu frétt að Frank Rijkaard, fyrrum leikmaður AC Milan, muni taka við starfi Ancelotti nú í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×