Enski boltinn

Stuðningsmenn enska landsliðsins til vandræða

NordicPhotos/GettyImages

Spænska blaðið Sport greinir frá því í dag að nokkrir stuðningsmenn enska landsliðsins í knattspyrnu hafi verið með ólæti í Sevilla borg í dag.

Á vefsíðu blaðsins kemur fram að drukknir Englendingar hafi kastað appelsínum og flöskum í bíla sem óku fram hjá þeim. Enginn mun hafa verið handtekinn.

Enska landsliðið mætir Spánverjum í vináttuleik í Sevilla klukkan 21 í kvöld og verður leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×