Enski boltinn

Birmingham fær Traore að láni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Djimi Traore í leik með Portsmouth.
Djimi Traore í leik með Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images

Enska B-deildarliðið Birmingham hefur fengið varnarmanninn Djimi Traore að láni frá Portsmouth næstu þrjá mánuðina.

Traore er 28 ára gamall og hóf feril sinn í Englandi hjá Liverpool árið 1999. Hann fór þaðan til Charlton árið 2006 en var svo seldur til Portsmouth aðeins fimm mánuðum síðar fyrir eina milljón punda.

Traore hefur ekki náð að festa sig í sessi í liði Portsmouth. Hann hefur enn ekki komið við sögu með liðinu í hvorki deild né bikar á tímabilinu en lék þó tvo leiki í UEFA-bikarkeppninni - báða gegn Guimaraes frá Portúgal - snemma í haust.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×