Enski boltinn

Meiðsli Fuller ekki alvarleg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ricardo Fuller fer hér sárþjáður af velli.
Ricardo Fuller fer hér sárþjáður af velli. Nordic Photos / Getty Images

Meiðsli Ricardo Fuller, leikmanns Stoke, eru ekki eins alvarleg og í fyrstu var óttast. Hann gæti byrjað að spila aftur í lok mars.

Fuller fór úr axlarlið í loke Stoke gegn Sunderland á laugardaginn og var óttast að hann gæti ekki spilað meira með sínum mönnum á tímabilinu.

Hann hefur nú gengist undir rannsóknir sem sýna að hann verði 4-6 vikur að jafna sig.

Fuller er markahæsti leikmaður Stoke á tímabilinu með sex mörk. 

Þeir Andy Wilkinson og Ryan Shawcross þurftu einnig að fara út af velli í fyrri hálfleik gegn Sunderland en þeir verða klárir strax í næsta leik Stoke.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×