Enski boltinn

Ekki góður dagur hjá Grétari Rafni og Hermanni

Þetta var ekki góður dagur fyrir Grétar Rafn Steinsson og Hermann Hreiðarsson í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. Bolton tapaði 1-3 fyrir Fulham á heimavelli og Portsmouth missti frá sér sigur í uppbótartíma á móti Middlesbrough.

Enski boltinn

Crewe vann mikilvægan sigur á útivelli

Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í Crewe Alexandra unnu mikilvægan útisigur á Colchester United í ensku C-deildinni í dag. Colchester var níu sætum og fimmtán stigum ofar en Crewe í töflunni fyrir leikinn.

Enski boltinn

Liverpool vann Englandsmeistarana 4-1 á Old Trafford

Liverpool minnkaði forskot Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 4-1 stórsigri í leik liðanna á Old Trafford í dag. Fernando Torres, Steven Gerrard, Fábio Aurélio og Andrea Dossena skoruðu mörkin eftir að Cristiano Ronaldo kom United í 1-0.

Enski boltinn

Mikið breytt á aðeins 64 dögum

Enskir fjölmiðlar hafa verið duglegir að minnast á gengi Liverpool eftir að Rafael Benitez gagnrýndi harðlega að Sir Alex Ferguson, stjóri Liverpool, kæmist alltaf upp með meira en allir hinir stjórarnir.

Enski boltinn

Getum unnið alla ef við spilum eins og móti Real

Rafael Benitez fullvissaði alla á blaðamannafundinum fyrir leik Manchester United og Liverpool á Old Trafford í dag að Liverpool geti vel unnið upp sjö stiga forskot United sem á auk þess einn leik inni. Liðin mætast eftir rúman klukkutíma í beinni á Stöð 2 Sport 2.

Enski boltinn

Styttist í met hjá Manchester United

Manchester United getur unnið tólfta deildarleikinn í röð þegar þeir taka á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á eftir. Með sigri í dag væru Manchester-menn aðeins einum leik frá því að jafna metið í ensku úrvalsdeildinni en Arsenal vann þrettán leiki í röð tímabilið 2001-2002.

Enski boltinn

Giovani til Ipswich

Tottenham hefur lánað framherjann Giovani dos Santos til Ipswich út þessa leiktíð. Mexíkóinn hefur ekki staðið undir væntingum síðan hann kom til White Hart Lane frá Barcelona síðasta sumar.

Enski boltinn

Alves langar til Benfica

Sóknarmaðurinn Afonso Alves segir að hann myndi gjarnan vilja ganga til liðs við Benfica en félagið hefur lýst yfir áhuga að fá leikmanninn í sínar raðir.

Enski boltinn