Enski boltinn

Guðlaugur Þór og Sigurður Kári spá báðir sínum liðum sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fagna Manchester-menn á eftir.
Fagna Manchester-menn á eftir. Mynd/GettyImages

Sjálfstæðismennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigurður Kári Kristjánsson voru í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni á Stöð 2 Sport 2 í upphitun fyrir leik Manchester United og Liverpool. Þeir spáðu báðir sínum liðum sigri í leiknum sem er hefjast á Old Trafford.

Guðlaugur Þór Þórðarson er Liverpool-maður og spáir sínum mönnum 3-1 sigur. Hann segir að Steven Gerrard, Fernando Torres og Lucas Leiva skori mörkin.

Sigurður Kári Kristjánsson er Manchester-maður og hann sagði að hans menn myndu vinna leikinn 2-0. Hann spáir því líka að Wayne Rooney muni skora bæði mörkin eftir allar yfirlýsingarnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×