Enski boltinn

Gerrard: Torres er lykillinn í titilvonum okkar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard fagnar marki með Fernando Torres.
Steven Gerrard fagnar marki með Fernando Torres. Mynd/AFP

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að Liverpool geti enn unnið enska meistaratitilinn en einungis ef að Fernando Torres verður heill. Gerrard segir Torres vera þann besta í heimi.

„Hann er töframaður. Ég veit að ég er hlutdrægur en ég held að enginn muni deila við mig um það að Torres sé besti framherjinn í heimi í dag. Ef okkur tekst að halda honum heilum til enda tímabilsins þá verður þetta spennandi lokasprettur," sagði Gerrard.

Gerrard hefur aðeins spilað níu sinnum með Torres í ensku deildinni í vetur þar sem spænski framherjinn hefur verið mikið meiddur.

„Það er pirrandi að hafa hann ekki með sér í baráttunni. Við náum vel saman og ég trúi því að ef Torres hefði sloppið við þessi meiðsli þá værum við jafnvel ofar en United í töflunni," sagði Gerrard.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×