Enski boltinn

Ferguson kemur Rooney til varnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United.
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, kom Wayne Rooney til varnar í dag vegna ummæla sem Rooney lét falla í gær.

Rooney sagðist alltaf hafa hatað Liverpool í viðtali sem birtist á heimasíðu Manchester United en liðin mætast í stórslag helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Í dag kom svo í ljós að United hafi látið fjarlægja ummælin af vefsíðu sinni.

„Það er auðvelt að nota orð eins og hatur. Auðveldara en að segja að honum líki ekki við eitthvað. Kannski er hatur ekki rétta orðið," sagði Ferguson.

„Wayne hefur mátt þola ýmislegt frá stuðningmönnum Liverpool í gegnum árin og því er þetta kannski skiljanlegt," sagði Ferguson enn fremur.




Tengdar fréttir

Hatur Rooney á Liverpool fjarlægt af heimasíðunni

Ummælum Wayne Rooney á heimasíðu Manchester United var breytt en hann var þar í viðtali fyrir stórleikinn á móti Liverpool á morgun. Í viðtali við heimasíðuna talaði Rooney um að hann hataði Liverpool en í dag er ekki hægt að finna þau ummæli lengur á síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×