Enski boltinn

Ekki búið að ganga frá samkomulagi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásgeir Friðgeirsson, varastjórnarformaður West Ham.
Ásgeir Friðgeirsson, varastjórnarformaður West Ham.

Ásgeir Friðgeirsson, varastjórnarformaður West Ham, segir að samkomulag sé ekki í höfn varðandi Carlos Tevez-málið svokallaða.

Enskir fjölmiðlar halda því fram nú í dag að West Ham og Sheffield United hafi náð samkomulagi um sáttagreiðslu til að ganga frá málinu. Upphæðin er sögð nema 10-15 milljónum punda.

„Það eina sem ég get sagt um þetta er að það er ekkert samkomulag í höfn," sagði Ásgeir í samtali við Vísi.

Sheffield United fór í mál við West Ham fyrir að tefla fram Carlos Tevez í síðustu leikjum leiktíðarinnar 2006-7. West Ham bjargaði sér frá falli en United féll í B-deildina.

United vann málið fyrir gerðardómi og á næstunni var fyrirhugað að málið færi aftur fyrir gerðardóm til að ákvarða bótagreiðslu West Ham.

Ásgeir sagðist heldur ekkert geta sagt af söluferli West Ham. Hann sagði stöðu félagsins með öllu óbreytta.


Tengdar fréttir

Hansa í greiðslustöðvun til 8. júní

Hansa ehf. hefur verið veitt áframhaldandi greiðslustöðvun til 8. júní næstkomandi. Hansa er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og er helsta eign þess breska knattspyrnuliðið West Ham United. MP banki, sem er á meðal kröfuhafa í félagið lagðist hart gegn því að Hansa fengi framlengingu á greiðslustöðvun, féll frá þeim kröfum í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×