Enski boltinn

Berbatov, Giggs, og Scholes allir á bekknum - Alonso meiddur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Xabi Alonso er meiddur og verður ekki með gegn United í dag.
Xabi Alonso er meiddur og verður ekki með gegn United í dag. Mynd/GettyImages

Þjálfarar Manchester United og Liverpool hafa tilkynnt byrjunarlið sín í stórleik liðanna í ensku úrvalsdeildinni sem hefst á Old Trafford eftir rúman hálftíma.

Það vekur athygli að Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, byrjar með þá Dimitar Berbatov, Ryan Giggs, og Paul Scholes alla á bekknum en Anderson, Ji-Sung Park og Carlos Tevez koma inn í liðið í staðinn.

Xabi Alonso getur ekki spilað með Liverpool í dag vegna meiðsla og því verður Lucas inn á miðjunni en Rafael Benitez, stjóri Liverpool, hefur einnig tekið Ryan Babel út úr liðinu fyrir Albert Reira.

Byrjunarlið liðanna í dag:

Man Utd: Edwin van der Sar, John O'Shea, Rio Ferdinand, Nemanja Vidic, Patrice Evra, Cristiano Ronaldo, Michael Carrick, Anderson, Ji Sung Park, Wayne Rooney, Carlos Tevez.

Varamenn: Ben Foster, Dimitar Berbatov, Ryan Giggs, Nani, Paul Scholes, Jonny Evans, Darren Fletcher.

Liverpool: José Reina, Álvaro Arbeloa, Jamie Carragher, Martin Skrtel, Fábio Aurélio, Javier Mascherano, Lucas Leiva, Dirk Kuyt, Steven Gerrard, Albert Riera, Fernando Torres.

Varamenn: Diego Cavalieri, Andrea Dossena, Sami Hyypiä, Ryan Babel, Emiliano Insúa, David Ngog, Nabil El Zhar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×