Enski boltinn

Giovani til Ipswich

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Giovani hefur ekki tekist að slá í gegn hjá Spurs.
Giovani hefur ekki tekist að slá í gegn hjá Spurs. Nordic Photos/Getty Images

Tottenham hefur lánað framherjann Giovani dos Santos til Ipswich út þessa leiktíð. Mexíkóinn hefur ekki staðið undir væntingum síðan hann kom til White Hart Lane frá Barcelona síðasta sumar.

Giovani var orðaður við brottför frá Spurs í janúarglugganum en hann neitaði að gefast upp. Honum hefur ekki tekist að heilla Harry Redknapp, stjóra Spurs, og er því horfinn á braut. Í bili að minnsta kosti.

Þessi 19 ári strákur gæti spilað með Ipswich á morgun gegn Íslendingaliðinu Reading takist að klára alla pappírsvinnuna.

Tottenham hefur einnig leyft miðjumanninum Adel Taarabt að fara að láni til QPR sem Heiðar Helguson leikur með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×