Enski boltinn

Arbeloa tognaði aftan í læri í upphitun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alvaro Arbeloa í leiknum á móti Real Madrid.
Alvaro Arbeloa í leiknum á móti Real Madrid.

Alvaro Arbeloa, leikmaður Liverpool, meiddist aftan í læri í upphitun fyrir stórleik Manchester United og Liverpool sem er nú hafinn á Old Trafford.

Það var Finninn Sami Hyypia sem kom inn í vörn Liverpool í staðinn en þetta annað áfallið sem Liverpool-liðið varð fyrir. Fyrr í morgun kom í ljós að Xabi Alonso gæti ekki spilað leikinn vegna meiðsla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×