Enski boltinn

Giroud biður um þolinmæði

Frumraun franska framherjans Olivier Giroud hjá Arsenal var ekki sú besta en hann fær það erfiða hlutverk að reyna að fylla skarðið sem Robin van Persie skilur eftir hjá félaginu.

Enski boltinn

Mancini: Þarf að styrkja liðið

Viðbrögð Roberto Mancini stjóra Manchester City eftir 3-2 sigurinn á Southampton eru að liðið sé ekki í sínu besta formi og hann segist þurfa að styrkja liðið fyrir átökin í vetur.

Enski boltinn

Lampard og Di Matteo hæla Hazard

Frank Lampard og Roberto Di Matteo hældu Eden Hazard í viðtölum eftir 2-0 sigur Chelsea á Wigan í dag en Roberto Martinez þjálfari Wigan sagði að lið hans hafa tapað leiknum þar sem leikmenn virtust ekki tilbúnir í byrjun leiksins.

Enski boltinn

Jóhann Berg lék 25 mínútur í sigri AZ

Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður í liði AZ Alkmaar sem sigraði Heracles Almelo 3-1 í annarri umferð hollensku úrvalsdeildarinnar í dag. AZ er því með fjögur stig eftir tvo fyrstu leikina en liðið gerði jafntefli við Ajax um síðustu helgi.

Enski boltinn

City hóf titilvörnina með sigri

Englandsmeistarar Manchester City lentu í kröppum dansi gegn nýliðum Southampton á heimavelli sínum í dag. City vann 3-2 sigur eftir að hafa lent undir þegar rétt rúmar 20 mínútur voru til leiksloka.

Enski boltinn

Óskabyrjun dugði Chelsea

Chelsea sigraði Wigan 2-0 í fyrr leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Það tók Chelsea aðeins sjö mínútur að gera út um leikinn og var nýi leikmaður liðsins, Eden Hazard, allt í öllu.

Enski boltinn

Rodgers: Það munu koma fleiri svona dagar

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, fékk enga óskabyrjun í fyrsta deildarleik sínum með Liverpool í dag. WBA skellti Liverpool 3-0 og Daniel Agger fékk að líta rauða spjaldið. Liverpool fékk dæmd á sig tvö víti í leiknum.

Enski boltinn

Gylfi Þór: Breyti ekki venjum mínum

Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður og nýr leikmaður Tottenham, vonast eftir að verða í brennidepli í dag þegar Lundúnaliðið mætir Newcastle í fyrsta leik tímabilsins. Kjartan Guðmundsson ræddi við Gylfa í landsliðsskreppitúr til Íslands í vikunni.

Enski boltinn

Enski boltinn rúllar af stað í dag | sex leikir í beinni

Enska úrvalsdeildin hefst á laugardag og að venju verður nóg af leikjum í beinni útsendingu á Stöð 2 sport 2. Alls eru sex leikir í beinni útsendingu á laugardag, tveir á sunnudag og einn á mánudag. Fyrir þá sem vilja rifja upp stemninguna í lokaumferðinni á síðustu leiktíð þá er best að smella á myndbandið hér fyrir ofan þar sem að íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson lýsti lokasekúndunum í leik Manchester City og QPR - með ógleymanlegum hætti.

Enski boltinn

Van Persie: Fullkominn staður fyrir mig

Hollenski framherjinn Robin Van Persie skrifaði undir fjögurra ára samning við Manchester United í gær og hitti síðan blaðamenn eftir að hafa farið á fyrstu æfingu sína með nýju liðsfélögunum.

Enski boltinn

Versta byrjun Liverpool í 75 ár

Liverpool steinlá 3-0 á útivelli gegn West Brom í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar sem hófst í dag. Daniel Agger fékk rauða spjaldið hjá gestunum í síðari hálfleik.

Enski boltinn

Guardian: Gylfi á lista yfir mest spennandi sögur tímabilsins

Jacob Steinberg, blaðamaður Guardian, hefur tekið saman lista yfir tíu mest spennandi sögurnar til að fylgjast með í ensku úrvalsdeildin á þessu tímabili en deildin fer af stað á morgun. Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson kemst á listann hjá Steinberg en hann mun væntanlega spila sinn fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Tottenham á morgun þegar Spurs-liðið heimsækir Newcastle.

Enski boltinn