Enski boltinn

Hermann ætlar að spila frítt fyrir Portsmouth

Hermann Hreiðarsson er ekki tilbúinn að leggja skóna á hilluna og ætlar að hjálpa sínum gömlu félögum í Portsmouth í ensku C-deildinni í vetur. Portsmouth á í miklum fjárhagserfiðleikum, getur ekki borgað nein laun og því mun Hermann spila frítt með liðinu. Þetta kom fram í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu.

Enski boltinn

Granero samdi við QPR

QPR hefur gengið frá kaupum á Esteban Granero frá Spánarmeisturum Real Madrid. Granero gerði fjögurra ára samning við enska liðið.

Enski boltinn

Úlfarnir komust áfram

Björn Bergmann Sigurðarson og Eggert Gunnþór Jónsson voru báðir í byrjunarliði Wolves sem komust í kvöld áfram í þriðju umferð ensku deildabikarkeppninnar.

Enski boltinn

Tottenham ekki hætt að kaupa - Remy næstur á dagskrá

Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham er ekki alveg sáttur við leikmannahópinn hjá Tottenham og stjórnarformaðurinn Daniel Levy flýgur til Marseille í dag til þess að reyna að ganga frá kaupum á framherjanum Loic Remy. Félagsskiptaglugginn lokar á miðnætti á föstudag og verða Tottenham-menn því að hafa hraðann á ætli þeir að gera Remy að leikmanni Tottenham fyrir þann tíma.

Enski boltinn

Lampard dreymir um að verða knattspyrnustjóri Chelsea

Chelsea-goðsögnin Frank Lampard er þegar farinn að huga að lífinu eftir að skórnir fara upp á hillu en það lítur út fyrir að Lampard verði áfram viðloðandi fótboltann. Lampard hefur verið hjá Chelsea síðan 2001 og dreymir um að fara í fótsport manna eins og Ruud Gullit, Gianluca Vialli og Roberto Di Matteo sem allt urðu knattspyrnustjórar hjá Chelsea eftir að hafa spilað fyrir félagið.

Enski boltinn

Lucas verður frá í tvo til þrjá mánuði

Liverpool varð fyrir áfalli í dag þegar kom í ljós að brasilíski miðjumaðurinn Lucas Leiva verður frá keppni í tvo til þrjá mánuði vegna tognunar aftan í læri. Brendan Rodgers staðfesti þetta við fjölmiðla í dag.

Enski boltinn

Chelsea gæti brotið 100 milljón punda múrinn með kaupum á Schürrle

Chelsea hefur verið að yngja upp í leikmannahópnum í sumar og nýjasti ungi leikmaðurinn á leiðinni á Stamford Bridge gæti verið André Schürrle hjá Bayer Leverkusen. Bayer Leverkusen er þegar búið að hafna 16 milljón punda tilboði Chelsea í þýska landsliðsmanninn en Guardian segir að Chelsea sé tilbúið að hækka sig til þess að krækja í leikmanninn áður en félagsskiptaglugginn lokar á föstudaginn.

Enski boltinn