Enski boltinn

17 ára strákur skoraði í sínum fyrsta leik með Man.City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcos Lopes í leiknum í dag en hann spilar í treyju númer 64.
Marcos Lopes í leiknum í dag en hann spilar í treyju númer 64. Mynd/AFP
Manchester City er komið áfram í 4. umferð enska bikarsins eftir 3-0 sigur á enska b-deildarliðinu Watford í 64 liða úrslitum keppninnar í dag. Í lok leiksins fékk 17 ára strákur að upplifa algjöra draumabyrjun með City-liðinu.

Carlos Tevez kom Manchester City í 1-0 á 25. mínútu. Hann fiskaði sjálfur aukaspyrnu og skoraði síðan beint úr henni í framhaldinu af um 25 metra færi.

Gareth Barry bætti við marki mínútu fyrir hálfleik þegar hann skoraði með skalla eftir laglega sókn og fyrirgjöf frá James Milner.

Mario Balotelli kom inn á fyrir Edin Džeko á 70. mínútu leiksins. Hinn 17 ára gamli Marcos Lopes skoraði þriðja markið skömmu eftir að hann kom inn á sem varamaður en þetta var hans fyrsti leikur með aðallliði City. Lopes fylgdi þá á eftir skoti frá Balotelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×