Sport

Stoke nálægt því að hreppa Huth

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er löng leit knattspyrnustjórans Tony Pulis hjá Stoke að nýjum varnarmanni senn á enda því úrvalsdeildarfélagið er búið að ná samningum við b-deildarfélagið Middlesbrough um kaupverð á þýska landsliðsmanninum Robert Huth.

Enski boltinn

Glæsilegur sigur á Írum

Ísland vann í kvöld glæsilegan níu stiga sigur á Írum, 77-68, í B-deild Evrópumóts kvenna í körfubolta en leikurinn fór fram á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Körfubolti

Finnar enn á sigurbraut

Finnar unnu sinn annan leik á EM í dag, í þetta sinn á Hollandi, 2-1. Finnum hefur því gengið vel á heimavelli en liðið vann Dani í fyrsta leik.

Fótbolti

Ómar velur stelpurnar sem koma á UEFA-blaðamannafundina

Tveir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins þurfa að mæta ásamt þjálfaranum Sigurði Ragnari Eyjólfssyni á blaðamannafund daginn fyrir hvern leik á EM í Finnlandi . Blaðamannafundurinn er haldinn af UEFA og þar eru erlendir blaðamenn oft í meirihluta.

Fótbolti

Unnusti Margrétar Láru semur við IFK Kristianstad

Handknattleiksmaðurinn Einar Örn Guðmundsson hefur samið við sænska félagið IFK Kristianstad en hann kemur frá Víkingi. IFK Kristianstad keppir í sænsku úrvalsdeildinni næsta vetur eftir að hafa lent í öðru sæti í Allsvenkan á síðasta keppnistímabili.

Handbolti

Anderson kveðst ekki vilja yfirgefa herbúðir United

Eins og breskir fjölmiðlar greindu frá í gær á miðjumanninum Anderson og knattspyrnustjóranum Sir Alex Fergson hjá Englandsmeisturum Manchester United að hafa lent illa saman eftir að leikmaðurinn var ekki í leikmannahópi United fyrir leikinn gegn Chelsea um Samfélagsskjöldinn fyrr í mánuðnum.

Enski boltinn

Chimbonda að ganga í raðir Blackburn

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er hægri bakvörðurinn Pascal Chimbonda að öllum líkindum á leið til Blackburn frá Tottenham eftir að félögin komu sér saman um 2 milljon punda kaupverð á leikmanninum.

Enski boltinn

Al Fahim staðfestir yfirtöku sína á Portsmouth

„Fjárfestingarfélagið Al Fahmin Asia Associates Ltd., sem er í eigu Sulaiman Al Fahim, er nú orðið eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Portsmouth. Al Fahim hlakkar til þess að hjálpa Portsmouth viðhalda ríkri sögu félagsins og ná nýjum hæðum í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni.

Enski boltinn

Hilmar Þór á leið til TuS Ferndorf

Handknattleiksmarkvörðurinn Hilmar Þór Guðmundsson hefur náð munnlegu samkomulagi við þýska 3. deildarfélagið TuS Ferdorf um að leika með liðinu á næsta tímabili en frá þessu er greint á heimasíðu FH.

Handbolti

Edda alltaf að grínast og geifla sig utan vallar

Það er allt annað en auðvelt að ná alvarlegri mynd af landsliðskonunni Eddu Garðarsdóttur hér á EM í Finnlandi því Edda er alltaf tilbúin í að grínast og geifla sig. Það er búið að taka ófáar myndir af Eddu í ferðinni en það hefur ekki gerst oft að hún sé þá ekki búinn að setja upp einhvern skemmtilegan svip.

Fótbolti

Ólátabelgirnir á Upton Park eiga yfir höfði sér lífstíðarbann

„Þessi hegðun verður ekki liðin. Þetta er forkastanlegt og við þurfum að rannsaka málið vel áður en hæfileg refsing verður tekin upp,“ segir Adrian Bevington, stjórnarmaður enska knattspyrnusambandsins, í samtali við Sky Sports fréttastofuna um ólæti innan vallar sem utan þegar erkifjendurnir West Ham og Millwall áttust við í 2. umferð enska deildarbikarsins.

Enski boltinn

Kvennalandsliðið flutti sig yfir til Lahti í dag

Íslenska kvennalandsliðið pakkaði saman dótinu sínu í morgun og flutti sig yfir til Lahti þar sem leikur liðsins á móti Noregi fer fram á morgun. Liðið gistir í Lahti í tvær nætur en snýr síðan aftur á hótelið sitt í Tampere á föstudaginn.

Fótbolti