Fótbolti

Kvennalandsliðið flutti sig yfir til Lahti í dag

Óskar Ófeigur Jónsson í Tampere skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir og Edda Garðarsdóttir gera hér saman styrktaræfingu í gær.
Sara Björk Gunnarsdóttir og Edda Garðarsdóttir gera hér saman styrktaræfingu í gær. Mynd/ÓskarÓ
Íslenska kvennalandsliðið pakkaði saman dótinu sínu í morgun og flutti sig yfir til Lahti þar sem leikur liðsins á móti Noregi fer fram á morgun. Liðið gistir í Lahti í tvær nætur en snýr síðan aftur á hótelið sitt í Tampere á föstudaginn.

Lahti er í 126 kílómetra fjarlægð suður-austur af Tampere. Þar er spilað á Lahden-leikvanginum en hann er nýuppgerður fyrir þetta mót. Leikvangurinn tekur um 7.500 manns í sæti og svipaðan fjölda í stæði.

Leikur Íslands og Noregs verður annar leikurinn á vellinum því í gær unnu Ítalir 2-1 sigur á Englendingum á þessum sama velli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×