„Heppinn að fá að lifa drauminn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júlí 2025 23:17 Scottie Scheffler fagnaði sínum fjórða risatitli í dag. Andrew Redington/Getty Images Eftir að hafa tryggt sér sigur á Opna breska meistaramótinu í golfi sagði bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler að honum finnist hann heppinn að fá að lifa drauminn sinn. Scheffler vann öruggan sigur á Opna breska í dag og tryggði sér þar með sinn fjórða risatitil á ferlinum. Fyrir mótið var hins vegar fjallað um það að Scheffler hefði talað um að hann sæi ekki alveg tilganginn með að vinna golfmót. Það myndi veita honum ánægju í nokkrar mínútur, en að þetta væri ekki fullnægjandi líf. Hann hefur nú gert lítið úr þessum ummælum sínum. „Ég held að við lifum á þannig tímum að fólk er alltaf að leita að smellubeitum og það er hægt að stytta fimm mínútna klippu niður í þrjú orð. Mér finnst þetta gera lítið úr því sem ég var að reyna að segja,“ sagði Scheffler eftir sigurinn í dag. „Þegar allt kemur til alls þá er ég ótrúlega þakklátur fyrir þessi augnablik. Ég hef lagt á mig mikla vinnu alla mína ævi til að verða góður í þessari íþrótt. Það er eitt af því sem veitir mér mikla gleði að fá að keppa hérna.“ „Að ná að vinna Opna breska á Portrush er tilfinning sem er erfitt að lýsa.“ „Þegar ég var krakki að alast upp í Texas langaði mig alltaf að spila golf sem atvinnumaður. Ég veit ekki af hverju ég er svo heppinn að fá að lifa drauminn. Það er eitthvað sem ég er virkilega þakklátur fyrir.“ „Að ná árangri í lífinu, hvort sem það er í vinnunni eða í golfi, er ekki fullnægjandi þegar kemur að þínum dýpstu hjartarótum. Þetta er góð tilfinning og ég get ekki beðið eftir því að fara heim og fagna þessu með fólkinu sem hefur hjálpað mér að ná svona langt. Það er bara erfitt að útskýra þetta fyrir þeim sem hafa ekki upplifað þetta. Þó að þú vinnir golfmót þá þýðir það ekki endilega að þú sért hamingjusamur. Lífið býður upp á meira en bara að spila golf. En ég er spenntur að fagna þessum sigri,“ sagði Scheffler að lokum. Opna breska Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Scheffler vann öruggan sigur á Opna breska í dag og tryggði sér þar með sinn fjórða risatitil á ferlinum. Fyrir mótið var hins vegar fjallað um það að Scheffler hefði talað um að hann sæi ekki alveg tilganginn með að vinna golfmót. Það myndi veita honum ánægju í nokkrar mínútur, en að þetta væri ekki fullnægjandi líf. Hann hefur nú gert lítið úr þessum ummælum sínum. „Ég held að við lifum á þannig tímum að fólk er alltaf að leita að smellubeitum og það er hægt að stytta fimm mínútna klippu niður í þrjú orð. Mér finnst þetta gera lítið úr því sem ég var að reyna að segja,“ sagði Scheffler eftir sigurinn í dag. „Þegar allt kemur til alls þá er ég ótrúlega þakklátur fyrir þessi augnablik. Ég hef lagt á mig mikla vinnu alla mína ævi til að verða góður í þessari íþrótt. Það er eitt af því sem veitir mér mikla gleði að fá að keppa hérna.“ „Að ná að vinna Opna breska á Portrush er tilfinning sem er erfitt að lýsa.“ „Þegar ég var krakki að alast upp í Texas langaði mig alltaf að spila golf sem atvinnumaður. Ég veit ekki af hverju ég er svo heppinn að fá að lifa drauminn. Það er eitthvað sem ég er virkilega þakklátur fyrir.“ „Að ná árangri í lífinu, hvort sem það er í vinnunni eða í golfi, er ekki fullnægjandi þegar kemur að þínum dýpstu hjartarótum. Þetta er góð tilfinning og ég get ekki beðið eftir því að fara heim og fagna þessu með fólkinu sem hefur hjálpað mér að ná svona langt. Það er bara erfitt að útskýra þetta fyrir þeim sem hafa ekki upplifað þetta. Þó að þú vinnir golfmót þá þýðir það ekki endilega að þú sért hamingjusamur. Lífið býður upp á meira en bara að spila golf. En ég er spenntur að fagna þessum sigri,“ sagði Scheffler að lokum.
Opna breska Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira