Sport

Chelsea óstöðvandi

Það er ekkert lát á góðu gengi Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Liðið vann enn einn leikinn í dag þegar Tottenham kom í heimsókn. Lokatölur 3-0.

Enski boltinn

AC Milan og Inter með sigra - Samdoria á toppinn

Mílanóborgarfélögin AC Milan og Inter náðu bæði að vinna sína leiki í Serie A-deildinni í dag. AC Milan vann 1-0 sigur gegn Bologna á heimavelli en Hollendingurinn Clarence Seedorf skoraði eina mark leiksins fyrir heimamenn.

Fótbolti

Wolves upp úr fallsæti eftir sigur gegn Fulham

Nýliðar Wolves unnu 2-1 sigur gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni á Molineux-leikvanginum í dag en staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Wolves. Kevin Doyle skoraði eina mark fyrri hálfleiks fyrir heimamenn og David Edwards kom Wolves í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks.

Enski boltinn

Reo-Coker orðaður við félagaskipti frá Aston Villa

Þrátt fyrir að knattspyrnustjórinn Martin O'Neill hjá Aston Villa hafi lýst því yfir að miðjumaðurinn Nigel Reo-Coker eigi framtíð hjá félaginu virðast breskir fjölmiðlar flestir reikna fastlega með því að hann verði látinn fara þegar félagaskiptagluggin opnar í janúar.

Enski boltinn

Brösótt gengi Kristjáns Einars

Kristján Einar Kristjánsson keppti í tveimur umferðum í opnu evrópsku mótaröðinni í Formúlu 3 um helgina. Hann náði þó ekki að setja mark sitt á mót á Magny Cours í Frakklandi.

Formúla 1

Umfjöllun: Markaveisla á Meistaravöllum

Þeir rúmlega þúsund áhorfendur sem lögðu leið sína á leik KR og Stjörnunnar fengu heldur betur eitthvað fyrir peninginn. Tíu mörk voru skoruð og þar af skoraði KR sjö. Fimm mörk voru skoruð á níu mínútna kafla í leiknum. Þetta var ævintýralegur leikur.

Íslenski boltinn

Juventus skaust á toppinn á Ítalíu

Juventus heldur góðu gengi sínu áfram undir stjórn Ciro Ferrara með 2-0 sigri gegn Livorno í Serie A-deildinni í kvöld. Vincenzo Laquinta og Claudio Marchisio skoruðu mörk Juventus sem er búið að vinna alla fjóra deildarleiki sína til þessa og situr í toppsæti deildarinnar.

Fótbolti

Sigurganga Barcelona heldur áfram á Spáni

Barcelona var með sannkallaða markasýningu í fyrri hálfleik gegn Atletico Madrid á Nývangi í kvöld þegar Börsungar læddu inn fjórum mörkum á móti einu marki gestanna en leikurinn endaði 5-2.

Fótbolti

Njarðvík fylgir Gróttu upp í 1. deildina

Njarðvík og Reynir Sandgerði gerðu 2-2 jafntefli í algjörum úrslitaleik í 2. deild karla í dag. Jafnteflið nægði Njarðvíkingum til þess að komast upp í 1. deild en útlitið var ekki gott lengi vel því markvörðurinn Ingvar Jónsson hjá Njarðvík fékk rautt spjald strax á fyrstu mínútu leiksins.

Íslenski boltinn

Torres með tvennu í sigri Liverpool gegn West Ham

Liverpool vann 2-3 sigur gegn West Ham í fjörugum leik á Upton Park leikvanginum í dag en staðan í hálfleik var 2-2. Fernando Torres skoraði tvö mörk fyrir Liverpool og Dirk Kuyt eitt en Carlton Cole og Alessandro Diamanti skoruðu fyrir West Ham.

Enski boltinn

Ólafur: Greinilegt að leikurinn skipti litlu máli fyrir bæði liðin

„Þetta var nú ekki besti leikur sem maður hefur séð því mér fannst sjást greinilega að leikurinn skipti litlu máli fyrir bæði liðin. Annars voru þeir bara betri en við í fyrri hálfleik og við betri í þeim seinni,“ sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkis eftir 2-3 sigur sinna manna gegn ÍBV á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

Íslenski boltinn

Vermaelen með tvö í öruggum sigri Arsenal

Wigan var engin fyrirstaða fyrir Arsenal þegar liðin mættust á Emirates-leikvanginum og niðurstaðan var öruggur 4-0 sigur heimamanna. Varnarmaðurinn Thomas Vermaelen heldur áfram að skora fyrir Arsenal en hann skoraði tvö fyrstu mörk Arsenal í leiknum.

Enski boltinn