Sport

Ólafur Ingi: Skrýtin tilfinning

Ólafur Ingi Stígsson, fyrirliði Fylkis, sagði það skrýtna tilfinningu að hafa lokið sínum síðasta knattspyrnuleik á ferlinum. Hann lagði skóna á hilluna eftir 1-1 jafntefli Fylkis gegn FH í dag.

Íslenski boltinn

Gunnar Már: Þetta var kveðjuleikurinn minn

„Leikurinn var litaður af veðrinu það verður að segjast eins og er, fáránlegt við erum með vindinn með okkur allan fyrri hálfleik og eigum ekki skot á markið,“ sagði Gunnar Már sem spilaði sinn síðast leik í treyju Fjölnis í dag.

Íslenski boltinn

Kostic: Ég vill halda áfram hjá Grindavík

„Þetta var þýðingarlítill leikur fyrir bæði lið og það var áberandi á spilamennskunni. Veðrið var heldur ekki að hjálpa til en mér fannst við þó vera að gera ágæta hluti í seinni hálfleik og sigur þeirra var alltof stór miðað hvernig leikurinn spilaðist,“ sagði Luka Kostic þjálfari Grindavíkur eftir 3-0 tap gegn Breiðablik í lokaumferð Pepsi-deildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld.

Íslenski boltinn

Þorsteinn hættur með Þróttara

Þorsteinn Halldórsson mun ekki stýra liði Þróttar næsta sumar en þetta staðfesti hann við Vísi eftir sigur Þróttara á Fram í dag. Þorsteinn tók við liðinu þegar Gunnar Oddsson lét af störfum í sumar.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Björgólfur tryggði sér gullskóinn með fimmu á móti Val

KR-ingurinn Björgólfur Takefusa skoraði öll fimm mörk KR-inga í 5-2 sigri KR á Val á Vodafone-vellinum í dag í lokaumferð Pepsi-deildar karla. Björgólfur, sem var þremur mörkum á eftir FH-ingum Atla Viðari Björnssyni fyrir leikinn, tryggði sér með því markakóngstitilinn í Pepsi-deild karla í sumar. Hann skoraði 16 mörk í 19 deildarleikjum í sumar.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Jafnt í Garðabæ

Stjarnan og Fjölnir skildu jöfn, 1-1, í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í dag. Lítið var um marktækifæri í leiknum og erfiðar aðstæður gerðu báðum aðilum lífið leitt.

Íslenski boltinn

Hamilton sló öllum við á lokaæfingunni

Bretinn Lewis Hamilton var fljótastur á lokaæfingu keppnisliða í Singapúr í dag, en tímakan fer fram eftir hádegi. Fremstur þeirra sem er í titilslagnum varð Sebastian Vettel sem náði öðrum besta tíma og varð 0.277 sekúndum á eftir Hamilton.

Formúla 1