Íslenski boltinn

Gunnar Már: Þetta var kveðjuleikurinn minn

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Gunnar Már í leik með Fjölni gegn KR í sumar.
Gunnar Már í leik með Fjölni gegn KR í sumar. Mynd/Daníel
„Leikurinn var litaður af veðrinu það verður að segjast eins og er, fáránlegt við erum með vindinn með okkur allan fyrri hálfleik og eigum ekki skot á markið," sagði Gunnar Már sem spilaði sinn síðast leik í treyju Fjölnis í dag.

„Þetta var kveðjuleikurinn minn, ég spila ekki með Fjölni í 1.deild að ári," bætti hann við en Gunnar hefur verið orðaður við Íslandsmeistara FH.

„Það er ekki alveg staðfest hvar ég mun spila, en það verður skrifað undir á mánudaginn," sagði hann eftir kveðjuleik sinn fyrir Fjölni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×